laugardagur, nóvember 16, 2002

Hvað haldiði! Brynja html snillingur lagaði stafastærðina. Nú er þetta allt að koma. Athugasemdir varðandi útlit og notagildi (usability... er notagildi rétt þýðing?) vel þegnar. Ég nefnilega dáldið stressuð með þetta með notagildið því að notagildissérfræðingur frá MIT gæti slysast til að lesa síðuna mína, það er m.a.s. frekar líklegt. Vil ekki vera þess valdandi að hún fái flog þegar hún skoðar síðuna mína ;)

Fór með stelpunum í gær út að borða og svo í bíó. Við fórum á The Ring með Naomi Watts. Söguþráðurinn heldur náttúrulega ekki vatni í fimm sekúndur en það er kannski ekki við öðru að búast af mynd sem fjallar um vídeóspólu sem drepur þig. Ágætis spenna samt og ég var með hausinn undir kápunni minni svona fjórðung úr myndinni. Samt ekki jafn slæm og Lady in White og Blair Witch Project... Rósa og Lára eru ennþá fúlar út í mig fyrir að hafa gert þær að fífli í bíó með því að fara næstum að grenja úr hræðslu.

Nú skora ég á Nonna að fara að blogga eitthvað líka! Hann er alveg að tapa fyrir mér í bloggkeppninni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home