Jæja, ég ætlaði að gefa Nonna smá séns að ná mér í blogginu en nei... hann bloggar bara ekki neitt. Sýnir kannski hvað hann er duglegur að læra og ég ekki. En það er nú frekar rólegt hjá mér akkúrat núna í skólanum en hann er að hamast í heimdæmum og heimaprófi alla daga, duglegur strákur!
Helgin var mjög góð og frekar róleg. Var búin að lýsa föstudeginum í smáatriðum en á laugardaginn komu Gessi, Lena og HC ásamt Þórhalli í mat til okkar. Við elduðum pestósírópskjúlla a la Lára sem heppnaðist bara ofsalega vel en ég var ekki nógu sátt við hvað gestirnir okkar drukku lítið. Haha, Lena er nú reyndar með barn á brjósti og þ.a.l. löglega afsökuð og Þórhallur býr úti í sveit og þurfti að keyra heim svo hann er líka löglega afsakaður. Gessi tók nú reyndar ágætlega á því eftir að prinsessan var sofnuð inni í rúminu okkar. Ég get nú kannski ekki kvartað mikið en mig sárvantar hvítvínsdrykkjufélaga hérna. Sakna Önnu Þorbjargar og Láru sem er alltaf hægt að treysta á í hvítvíninu (sakna reyndar ykkar allra...).
Svo vorum við skötuhjúin bara dugleg að læra í gær og fórum svo á Harry Potter um kvöldið. Skemmtileg mynd en svosem ekkert nýtt, bara myndskreyting við bókina eins og fyrri myndin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home