mánudagur, apríl 28, 2003

Ég hefði nú aldrei trúað því að ég ætti eftir að sjá Vedderinn taka Black á tónleikum, en það gerðist um síðustu helgi. Kallinn þandi náttúrulega raddböndin af einstakri snilld og reykti sígarrettur og drakk glæran vökva þess á milli. Þeir félagarnir tóku annars helling af lögum af Ten og var ég því massa sáttur, enda þekki ég nýrra efnið ekki eins vel.

Önnur snilldin við tónleikana var klósettferð okkar Gests. Ekki misskilja mig, þetta var bara venjuleg klósettferð, en þegar inn á klósettin kom nokkuð skondin sjón við augun. Ekki nóg með að biðraðir væru við klósettin og hlandskálarnar heldur voru einn biðraðir eftir að fá að míga í vaskana. Öðrum okkar fannst þetta náttúrulega einstakt tækifæri og lét vaða í einni vaskinn - þið megið geta hver.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home