Þið verðið að afsaka bloggleysið en það er bara kreisí að gera í skólanum. Ójá, ég ætla nú ekki að fara að drepa fólk úr leiðindum með því að tala um ritgerðir, próf og verkefni. Hins vegar, þar sem ég hef lítið gert annað en að læra síðustu daga er ekki frá miklu að segja. Aðal er kannski að ég fékk nýtt eintak af US Weekly í dag svo ég get kannski upplýst fólk um það helsta frá Hollywood fyrst svona lítið er að gerast á okkar bæ. Ashton Kutcher og Brittany Murphy (bæði óþolandi) eru hætt saman og Colin Farrell (mmmmm) keypti hús handa barnsmóður sinni. Svo er líka uppi orðrómur um að Paula Abdul og Simon Cowell (American Idol dómarar, fyrir þá sem vita ekki neitt) séu eitthvað hrifin af hvort öðru en enn sem komið er er það bara orðrómur. Ég held ekki. Og síðast en ekki síst, Russel Crowe (sem ég þoldi ekki eftir Gladiator (ömurleg mynd) en er farin að fíla aftur) og Danielle Spencer fóru í roadtrip um Ástralíu í brúðkaupsferð. Og þar hafiði það!
Nonni og Gestur fóru á Pearl Jam á laugardaginn og það var víst meirháttar. Nonni söng hástöfum með allan tímann og svo lúskraði Gestur á fullum unglingi. Nonni verður að segja ykkur betur frá ævintýrum þeirra félaganna...
P.s. Hverjir eru sammála mér í því að Meg Ryan hafi látið setja í varirnar á sér? Hún er óvenju "pouty" þessa dagana.
P.p.s. Þetta er örugglega ekki blogg af því tagi sem Durbal var að vonast eftir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home