Ég var að spá í að koma mér upp svona "alter ego" til þess að gera usla í mínu eigin kommentakerfi og koma af stað hressilegum umræðum. Reyndi í alvöru að skrifa eitthvað undir dulnefni en það kom allt eitthvað asnalega út svo ég er hætt við og get því sagt frá þessu.
Annars er rigning í dag og ég þarf að labba í skólann. Síðast þegar ég labbaði í skólann í rigningu eyðilagðist gsm síminn minn vegna bleytu. Ég lét mér það samt að kenningu verða og keypti mér regnhlíf.
Við fórum líka í bíó í gær. Fórum á Phone Booth sem var alveg ágæt en samt ekki jafn taugastrekkjandi og ég hafði vonast eftir. Colin Farrell er líka yummí og er nú kominn í 6. sæti á topp 5 listanum mínum. Hann er fyrsti varamaður inn ef kemur í ljós að Jude Law hefur verið að halda við Nicole Kidman og dettur út.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home