fimmtudagur, apríl 03, 2003

Nú er einungis einn mánuður og tveir dagar þangað til við skötuhjúin komum heim á klakann og erum við vitaskuld farin að hlakka mikið til. Fram að því verður hins vegar stíf törn í skólanum og kennararnir eru duglegir við að demba yfir okkur verkefnum á lokasprettinum. Erfiðara verður líka með hverjum deginum sem líður að sitja yfir bókunum því að sólin er farin að skína að staðaldri og hitastigið yfirleitt yfir 20 gráðum. Þá er nú betra að þurfa að hanga yfir bókunum í kulda og sút og hlakka til að komast inn í hlýjuna í bókasafninu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home