fimmtudagur, mars 27, 2003

Sigurrósartónleikar í The Tabernacle í kvöld. Förum með Gesti og Lenu og Björgu og Þresti en þau eru íslensk hjón sem búa hér og við höfum aldrei hitt. Erum búin að liggja í nýja disknum síðan við fengum hann frá Önnu og Six í jólagjöf og get ekki beðið eftir að heyra þetta live. Þeir spiluðu reyndar mestmegnis sama efni og er á nýja disknum á tónleikunum sem við fórum á í Five Points í nóvember en nú þekkjum við tónlistina mun betur.

Svo er ég að spekúlera í að fara á Music Midtown hátíðina sem er hérna helgina strax eftir lokaprófin. Það var víst uppselt í fyrra og margar góðar hljómsveitir sem koma núna.

Allt að gerast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home