miðvikudagur, mars 26, 2003

... hver er Brynja
Nú gengur um net póstur þar sem að viðtakandi er beðinn um að svara nokkrum spurningum um sjálfan sig og senda svo áfram til vina sinna... kenningin er svo sú að með þessu móti komist maður að ýmsum staðreyndum um vini sína (þegar þeir svara og áframsenda). Ekki veit ég nú hversu miklar staðreyndir eru hér á ferð - en allavega, hér er mitt innlegg í umræðuna (hermt eftir Torfa og Önnu):
1. Hvernig býrð þú? Í One bedroom - one bathroom íbúð í Midtown Atlanta
2. Hvaða bók ertu að lesa núna? Straight from the Gut, ævisaga Jack Welch fyrrum forstjóra GE. Er reyndar búin að lesa 3 íslenskar glæpasögur, 6 Séð og Heyrt og 4 US Weekly samhliða þeirri lesningu.
3. Hvaða mynd er á músamottunni? Er ekki með slíkt en ef ég væri með væri það mynd af Nonna.
4. Uppáhalds spil? Gúrka (I am the Gurk-Master of OZ)
5. Uppáhalds tímarit? US Weekly, People, Cosmo, Séð og Heyrt... þið sjáið kannski trend hérna
6. Uppáhalds ilmur? konu eða karla? l'Occitane Vanilla hversdags og Armani Mania annars fyrir konur (eða mig sko) og Hugo Boss fyrir alvöru karlmenn.
8. Hræðilegasta tilfinning í heimi? Lofthræðsla
9. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnanna? Þegar ég vakna hress og fersk klukkan hálf átta á morgnana er mér bara gleði í huga yfir nýjum og spennandi degi. Stundum hugsa ég líka um öll þau spennandi verkefni sem bíða mín til að takast á við yfir daginn.
10. Rússíbani, hræðilegur eða spennandi? Úúúú... spennó
12. Hvað eiga ókomin börn þín að heita? Brynja og Jón Jr.
13. Uppáhalds matur? Kartöflusalat og súrar gúrkur
14. Súkkulaði eða vanilla? Vanilla
15. Finnst þér gaman að keyra hratt? Ójá
16. Sefur þú með tuskudýr? Já, ég sef með tuskufisk
17. Óveður, spennandi eða hræðilegt? Spennandi
20. Í hvaða stjörnumerki ertu? Ég er dagdreyminn fiskur
21. Borðar þú stönglana af brokkóli? Já
23. Ef þú mættir velja hárlit þinn hver væri hann? Ég VEL mér yfirleitt að vera ljóshærð nema annað slagið fæ ég mér dökkt svona til tilbreytingar.
26. Uppáhalds búð? Úha... Express, Abercrombie, AE Outfitters, Urban Outfitters, WetSeal... og svona mætti lengi telja
27. Uppáhalds þættir? 24 eru bestu þættir sem framleiddir hafa verið og S&C er líka alltaf skemmtó.
28. Notarðu fingrasetninguna á lyklaborðinu? Nei, ég skrifa allt (þ.á.m. þetta blogg) með því að pikka með tveimur puttum. Tekur því ekki fyrir mig að læra fingrasetninguna.
29. Hvað er undir rúminu þínu? Ekkert, ekki einu sinni ryk!
30. Hverju safnar þú? Engu held ég
31. Hvað myndir þú vilja finna upp? Veðurvél
32. Uppáhalds talan þín? Hef aldrei skilið þetta með að eiga uppáhaldstölu... til hvers?

Jæja, ég vona að þið hafið orðið einhvers vísari um mig af þessari lesningu. Ég lærði allavega heilmikið um sjálfa mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home