miðvikudagur, mars 12, 2003

Ég er nú ekki alveg að skilja allan þennan ruslpóst sem ég fæ á hotmailið hjá mér. Einhvern tíman hef ég greinilega skráð mig einhvers staðar þar sem netfangið er gefið út og fæ nú að meðaltali 30 pósta á dag frá ýmsum aðilum sem eru að bjóða mér hina fjölbreyttustu þjónustu. Mikið af þessu er náttúrulega hið týpíska "hot and horny sex" dót en svo fæ ég líka auglýsingar um brjósta- og tippastækkunarmeðul, lyf sem láta manni líða vel en eru samt ekki eiturlyf (einmitt...) o.s.frv. (Ef einhvern vantar svona dót get ég verið milligöngumaður, fullrar nafnleyndar heitið).

Í morgun fékk ég svo póst með titlinum "Do you want to feel 100 years younger?". Eeee, nei takk! Þá væri ég -75 ára (all í lagi... -73). Get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegur aldur. Spurning hvort það sé gott markaðsmódel að vera með markhópinn 100 ára og eldri?

Allavega, þetta er skýringin á því að ég er komin með nýja hotmail addressu en ég nota samt GATech addressuna langmest.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home