sunnudagur, mars 02, 2003

Þetta er nú aldeilis búin að vera fín helgi. Eins og Nonni skrifaði hér síðast þá fengum við okkur smá í tánna á föstudaginn og slöppuðum svo bara vel af í gærdag. Kíktum aðeins í mollið og ég keypti mér þessa fínu sandala í afmlisgjöf frá Nonna. Um kvöldið fórum við svo í pizzu til Gests og Lenu og Maya nágrannakona þeirra kom yfir með My Big Fat Greek Wedding á DVD. Í morgun fékk ég pönnukökur í rúmið af því að við verðum með 5 öðrum í hótelherbergi í New Orleans á afmælisdaginn minn. Ég fékk líka óvænta afmælisgjöf frá Nonna en það var gallajakki sem hann keypti fyrir tveimur mánuðum! Rosaflottur en því miður ekki rétt stærð svo það varð að skila honum (rétt stærð ekki til). Dáldið svekkjó en við finnum annan...

Í morgun varð líka að drífa sig til Gests og Lenu að horfa á Liverpool mala Man.U í bikarúrslitakeppni (Jeeee!) og svo þegar við ætlum að fara varð Hulda Clara svo sár að hún fór að hágráta og rétti hendurnar til okkar til að láta okkur taka sig... Ekkert smá sæt og Gestur og Lena sögðu að hún geri þetta ekki einu sinni þegar þau eru að fara eitthvað. Litla krúsídúllan.
Það má líka upplýsa það núna að við gáfum henni pínulitla Nike strigaskó í afmælisgjöf og hún var engin smá dúlla þegar hún var komin í þá.

Svo er það bara New Orleans í fyrramálið. Verður smá hlé á blogginu fram á föstudag nema við komumst á netkaffi.

Rock on!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home