Ég dey úr hlátri... Fylgist spennt með framhaldinu.
Annars veit ég ekki hvað ég á að halda í Frost-Law-Kidman málinu. Er Jude Law búinn að vera að halda fram hjá Sadie Frost með Nicole Kidman? Það verður spennandi að sjá en eitt get ég sagt ykkur. Ef það kemur í ljós að NK sé að halda við giftan mann, sem á 4 mánaða gamalt barn með eiginkonu sinni, þá er hún búin að missa mína samúð og ég fer að halda með Penelope. Það sem ég held að NK gæti líka áttað sig á þá er að sú athygli og velgengni sem hún hefur notið frá skilnaðinum við Tom Cruise er að nokkru leyti vegna samúðar fólks með henni. Ég held því að það sama gæti gerst fyrir hennar feril eins og feril Penelope, þ.e. hann dalar. Jæja, ég vil nú helst ekki dæma neinn uns sekt er sönnuð svo við bíðum bara spennt eftir að sjá hvort sögusagnirnar eigi við rök að styðjast.
Ef einhver hefur nennt að lesa svona langt þá má geta þess að við vippuðum upp ekta kanamat í gærkvöldi. Chilliréttur með Cornbread og smakkaðist bara vel.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home