Ég skellti mér í Outletið áðan. Nonni ætlaði ekki að þora að hleypa mér einni en ég gat setið á mér og keypti bara það sem ég ætlaði að kaupa plús tvo kertastjaka og einn stuttermabol. Það sem ég ætlaði að kaupa voru strigaskór handa sjálfri mér og afmælisgjöf handa HC (get ekki sagt hvað það er ef hún skyldi lesa þetta). Keypti mér ógeðslega flotta strigaskó í Nike, Roxy bol og kertastjaka í Crate & Barrel.
Ég komst líka að því í þessari innkaupaferð minni að það er ofsalega erfitt að versla mjög ódýrt hérna þótt að það sé hægt. Málið er nefnilega að allt sem er geðveikt ódýrt er alveg rosalega amerískt og ljótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home