Nú er ég að drekka bjór... með góðri samvisku. Þetta er nefnilega megrunarbjór! Já, nú er farið að framleiða megrunabjór og utaná eru nákvæmar upplýsingar um hversu margar hitaeiningar og kolvetniseiningar ein flaska inniheldur.
Þessi flaska klikkar reyndar á einu grundvallaratriði, eins og allur bjór hér, en það er að segja hversu mikið áfengismagn er í bjórnum. Skil ekki alveg hvað er málið með það en það stendur aldrei á amerískum bjór hvað hann er sterkur! Allt venjulegt fólk hefur helst áhuga á hvað bjórinn er sterkur en ekki Ameríkanar. Ónei, þeir vilja vita hvað hann inniheldur margar hitaeiningar... steikt.
Það tilkynnist líka hér með að Nonni rúllaði Gesti upp í Formúlu 1 í PS2 áðan... jeee!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home