fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Síðasta laugardag spilaði ég minn fyrsta fótboltaleik hérna í Ameríku. Veðrið var gott og áttum við Gestur nokkuð góðan dag. Reyndar var nokkuð um nöldurseggi í liðunum og svo Tyrkirnir alveg roslega feimnir við að fara úr að ofan. Í hálfleik þurftum við að troða okkur í lítið horn á vellinum þvi Lacrosse lið skólans var með æfingu. Lacrosse fer þannig fram að menn hlaupa um með háfa sem þeim nota til að henda bolta á milli sín og reyna að skora mörk.

Annars er ég búinn að komast að því að Indverjar og fleiri þjóðir þar í kring eru mjög skemmtilegt fólk. Flestir þeirra eru mjög trúaðir en taka sjálfa sig venjulega ekki mjög alvarlega. T.d. er einn Pakistani í hópnum sem ekki má drekka bjór af trúarlegum ástæðum en gerir það samt. Hann segir reyndar að fólk í Pakistan stelist mjög gjarnan til að drekka áfengi og biður um "special drink" á veitingahúsum til að fá vodka. Vodkað er svo falið með djús eða einhverju gumsi. Einnig var ég að gera grín að Pakistananum útaf því að hann skuli ekki borða svínakjöt, en hann tók því nú bara vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home