sunnudagur, febrúar 02, 2003

Úbbosí, ekkert blogg í 2 daga en það er hins vegar heilmikið að frétta... eða þannig. Aðalfréttin er náttúrulega sú að Columbia geimferjan fórst yfir Texas í gærmorgun og nú er ekkert annað í fréttum hérna, kemur sér vel að eiga ekki sjónvarp. Fórum til Gests og Lenu í gær og fengum okkur að borða og horfðum smá á fréttir af þessum harmleik. Þegar verið var að sýna sömu fréttirnar í þriðja skipti skiptum við yfir á MTV og omg... ég verð að segja að bandarískt raunveruleikasjónvarp er farið að ganga ansi langt. Samt horfðum við spennt.. haha.

Það var semsagt verið að sýna Real Life (sem má ekki rugla saman við Real World á sömu stöð) og það var verið að fylgja þremur stelpum sem voru að fara í brjóstaaðgerð eftir. Ekki nóg með það heldur voru aðgerðirnar sýndar!!! Ég hætti reyndar að horfa mjög snemma þegar læknirinn kom með risasprautu og byrjaði að sprayta í geirvörtuna en mér skilst að þetta hafi verið frekar grafískt. Sérstaklega þegar læknirinn fór með hendina á kaf inn í brjóstin að leita að geirvörtunni. Ég held að það sé alveg á hreinu að ég er ekki að fara í brjóstaaðgerð á næstunni (in case að einhver hafi verið að spá í það ;).

Það sem gerðist meira í gær er að ég fór loksins í klippingu. Er ekki búin að þora í klippingu hérna því ég vil bara Magna eða Kristján en ástandið var orðið frekar slæmt svo ég dreif mig á stofu sem íslensk kona á. Hún klippti mig reyndar ekki en ég fékk þessa fínu klippingu og fer örugglega aftur þangað. Ég sakna samt Magna&Kristjáns... snökt.
Eftir klippinguna barnapíaðist ég í tvö tíma meðan Gestur og Nonni fóru í fótbolta uppi í skóla og Lena las fyrir GRE. Við vinkonurnar fórum í Piedmont Park þar sem fólk hrósaði mér óspart fyrir barnið... oh, she´s so precious. Ég kunni náttúrulega ekki við það að leiðrétta misskilninginn að ég ætti eiginlega ekki þetta barn en fengi bara að passa stundum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home