Hvurslags er þetta! Ef Gangs of New York vinnur ein verðlaun þá verð ég ekki eldri. Jú kannski ef hún vinnur "Leiðinlegasta mynd allra tíma". Hef reyndar ekki séð Chicago en það er á stefnuskránni. Hún er örugglega mun betri en Gangs og vonandi betri en Maid þó ekki þurfi mikið til. Hlakka til að heyra hvað Dagný mun hafa að segja um Maid en hún er J.Lo aðdáandi numero uno.
Í kvöld ætla ég að hitta crewið á Moe's og fá mér pizzu og pitcher. Á það gjörsamlega skilið eftir að hafa verið dugleg að læra í allan dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home