Burrrrrrrrrrrrrrr. Það er kalt í Atlanta og ég sem tók nánast bara stuttbuxur og stuttermaboli með mér út, samkvæmt ráðleggingu frá Gesti. Annars er það helst að frétta að ég er kominn yfir 1600 skákstig á Yahoo og stefni hratt upp á við. Takmarkið er náttúrulega að gerast stórmeistari til að geta teflt í köldum reikmettuðum skáksölum í Búlgaríu.
Í lok febrúar er Þorrablót Íslendingafélagsins hérna í Atlanta og verður gaman að hitta loksins Stínu Smith, Ellu Griffin og fleiri mætar konur sem maður hefur heyrt svo mikið um. Ekki látum við okkur nægja að borða íslenskar kræsingar þá heldur er planið að panta eins og 10 kíló af íslenskum þorski frá Icelandic Seafoods. Brynja getur þá æft sig betur á karrýfiskinum sínum og ég þarf að gera eitthvað spennandi með hjálp nakta kokksins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home