Aaaaah... löng helgi. Á mánudaginn er Martin Luther King Day hérna í Ameríku og mér skilst að ekki öll fylki haldi þennan dag hátíðlegan. Við græðum hins vegar á því að búa í fæðingarborg MLK og fáum frí á mánudaginn.
Helgin byrjaði vel með smá bjórdrykkju í gær. Nonni hitti krakkana úr prógramminu sínu á stúdentabarnum en ég fór með nokkrum bekkjarsystkinum mínum út á lífið. Þrátt fyrir þetta erum við skötuhjúin bara nokkuð hress í dag. Nonni fór klukkan ellefu að stjórna einhverju verkefni uppi í skóla hjá sér og ég fór með Lenu, Mayu og Lauren að skokka í Piedmont Park klukkan eitt. Svo hittumst við öll á Flying Biscuit (morgunverðarstaðurinn sem við fórum með Rósu á) og bættum okkur upp töpuðum hitaeiningum úr skokkinu og gott betur.
Annars var ég að heyra að pabbi og Siggi hefðu verið að kaupa eitthvað ofsa 32" sjónvarp og fyrst pabbi var nú byrjaður þá keypti hann DVD spilara líka... Það er af sem áður var af andsjónvarpsviðhorfinu hjá föður mínum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home