þriðjudagur, janúar 14, 2003

Við erum í heilsuátaki. Það er meira að segja gengið svo langt að ég er byrjuð í hlaupaklúbbi með Lenu og nágrannkonum hennar. Við fórum í fyrsta skipti út að hlaupa í gær og erum með 10 vikna plan sem á að gera manni kleyft að hlaupa stanslaust í 30 mínútur. Við erum semsagt mjög miklir byrjendur í þessu og ætlum bara að taka þetta rólega til að byrja með. Takmarkið er að hlaupa 5 mílur í Peachtree hlaupinu hérna 4. júlí.
Við erum líka að taka mataræðið í gegn og erum að skera niður ruslfæðið. Nonni kom með þá hugmynd en ég veit nú ekki alveg hversu sáttur hann verður þegar hann verður ekki búinn að fá Taco Bell í nokkrar vikur. Við sjáum bara til hvernig gengur, engin fanatík í gangi.

Afmælismaturinn í gær var mjög góður. Við fengum þessa fínu færeysku ýsu í sósu a la Heimir sem Gestur eldaði. Maya (nágrannakonan) sá svo um eftirmatinn sem var ostakaka og strawberry shortcake, sem við höfðum aldrei smakkað áður og fannst bara gott. Gestur var líka þokkalega sáttur við Jackass DVD diskana sem við gáfum honum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home