Jæja já, búin að vera frekar tíðindalítil helgi og þess vegna hefur verið lítið bloggað (ég blogga nefnilega aldrei nema að hafa eitthvað að segja). Tókum smá dýfu á föstudaginn, fyrst með strákunum í bekknum hans Nonna á Atlanta Brewery og svo skellti ég mér með nokkrum bekkjarfélögum mínum á pöbbinn. Tókum eina pílukeppni sem mitt lið rúllaði upp... tíminn með kvennadeild OZ í pílu hafði sitt að segja þar!
Annars lærði ég tvö amerísk hugtök á föstudaginn sem eiga örugglega eftir að koma sér vel:
FUPA (Fat Upper Pussy Area) - er notað um það þegar konur eru með stóran neðri maga.
Rosie Palms - að eiga deit með henni er svipað og að eiga stefnumót við Lóu Finnboga...
Við höfum annars fengið kvörtun um að síðan okkar sé væmin, aðallega myndatextarnir skilst mér. Þið megið geta hver kom með þetta komment... hehe. Lofum bót og betrun og nú verða bara fylleríissögur hérna í framtíðinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home