laugardagur, janúar 04, 2003

Mikið ofsalega erum við búin að vera duglegir túristar með henni Rósu. Fórum í CNN og Westin hótelið í fyrradag, Cyclorama og Martin Luther King safnið í gær og í dag fórum við í Stone Mountain. Allt nema CNN var mjög skemmtilegt og fræðandi. Sérstaklega var MLK safnið merkilegt og við lærðum alveg helling um sögu svartra hérna í Bandaríkjunum. Ótrúlegt að hugsa til þess að þegar foreldrar okkar fæddust hafi svörtum verið bannað að sitja í strætó og skólar voru aðskildir fyrir kynþættina (og skólarnir fyrir svörtu krakkana voru mun verri).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home