fimmtudagur, janúar 09, 2003

Mikið ofsalega er tómlegt að koma heim úr skólanum og engin Rósa heima :( Rósa fór semsagt heim í dag eftir að hafa dvalið hjá okkur í 10 skemmtilega daga. Ég held að hún hafi líka skemmt sér ágætlega, vona það allavega. Við reyndum að vera dugleg að túristast hérna og gera skemmtilega hluti. Fórum á Catch me if you can með Leo í bíó um daginn og þessi mynd bætir sko meira en upp fyrir Gangs of New York klúðrið hjá honum. What a hunk! Fyrir utan það er sagan athyglisverð og mjög skemmtileg. Mæli með'enni.

Við stelpurnar skelltum okkur á NBA körfuboltaleik á Phillips Arena í gærkvöldi. Við sáum Atlanta Hawks tapa (þó þeir væru miklu betri!) fyrir Dallas Mavericks... naumlega þrátt fyrir að Mavericks sé í efsta sæti deildarinnar. Þetta var College night svo við fengum pullu, kók og Atlanta Hawks húfur með miðanum okkar, góður díll það. Ekki spillti svo fyrir að ofurleikarinn Chris Tucker var á leiknum og við sáum hann bara alveg ágætlega. Sérstaklega miðað við að hann sat alveg upp við völlinn en við vorum í $15 sætum (pulla, kók og húfa innifalin) og þið megið bara sjálf reikna út hversu langt frá Chris við sátum.

Nú er skólinn kominn á fullt og við skötuhjúin erum m.a.s. saman í tveimur tímum. Nú upphefst hörð keppni um hvoru gengur betur ;) Nei annars, það er voða sætt að sitja saman í tímanum og haldast í hendur undir borðinu... haha. Hei já, svo er bara stuttermabolsveður í dag! Elska veðrið hérna...

Rokk og ról,
Brynds

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home