Skólinn er nú farinn að rúlla af stað og má búast við miklum lærdómi á næstunni. Sérstaklega verða átök í kúrsi sem heitir Computational Finance og kennir m.a. á Java. Einnig er nóg að gera hjá mér við að skipuleggja svokallað Market Simulation, en þar komum við saman 15-20 nemendur og verslum með alls konar verðbréf á lokuðum markaði. Þetta er reyndar launað starf, svo að einhverjir aurar koma nú í kassann þó svo að straumurinn liggi reyndar úr honum.
Annars er skítakuldi þessa dagana í Atlanta og varla að mælirinn fari upp fyrir frostmark. Uppi í skóla sér maður samt stöku furðufugla sem rembast við að ganga um í stuttermabolum og stuttbuxum, en eru svo gjarnan með húfu og vettlinga.
Ég, Gestur og Andri (og hugsanlega Rikki) erum farnir að huga að ferð til Indianapolis í september til að sjá Schumacher renna fyrstan í mark í F1. Áhugasamir Frónbúar eru velkomnir með. Well, got to go.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home