miðvikudagur, janúar 22, 2003

Grrrr.... rosalega eru opinberir starfsmenn og fólk sem vinnur á stofnunum óþolandi og óhæft hérna! Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna er oft óhæft. Það vinnur bara á sínum bás og kann BARA það sem stendur í starfslýsingunni þeirra. Ef það er spurt um eitthvað annað (t.d. hvar er klósettið? Hvar er starfsmaður sem gæti vitað þetta? o.s.frv.) þá kemur maður algjörlega að tómum kofanum.
Til dæmis um daginn þegar flugvélinni hennar Rósu seinkaði til Miami og enginn tilkynning var komin um það klukkutíma seinna og flestir flugvallarstarfsmenn farnir heim (klukkan var eitt um nótt) þá vildi ein starfskonan meina það að ég myndi ekki finna eina manneskju á flugvellinum sem vissi hvenær von væri á flugvélinni! Þyrfti bara að hringja í flugfélagið. Einhvern veginn vissi ég ekki að flugvellir biðu bara eftir því að einhver lenti... Úbbs, þarna er einhver að koma...
Í gær fór ég svo í bankann til að reyna að sækja um kreditkort (bjartsýn) og það gat bara enginn í bankanum útskýrt fyrir mér hvernig fólk væri valið hæfir umsækjendur... fylltu bara út það sem stendur þarna!
Allt í einu eru starfsmenn skattsins og lánasjóðsins bara orðnir nokkuð færir í samanburðinum.

Annars var American Idol algjör snilld í gær. Það var ein sem dýrkaði Mariah Carey og var með eins hárgreiðslu og hún og mynd af henni. Á undan var hún líka að tala um að hún syngi næstum eins og hún og svo var hún svo ömurlega léleg og fölsk. Þegar þau sögðu henni það var hún alveg... Æ, ég var smá stressuð en söngkennarinn minn segir að ég sé alveg eins og Mariah... þau sögðu henni að fara og fá endurgreitt hjá söngkennaranum. Elskessa þætti!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home