föstudagur, janúar 24, 2003

Ég komst í helgar"frí" í gær þar sem það er einhver kennarafundur í deildinni minni í dag. Það er samt lítið frí því það eru 3 heimadæmaskil hjá mér á mánudaginn og þriðjudaginn.
Ég ætla nú samt ekki að láta heimadæmi eyðileggja fyrir mér helgina heldur er planið sett á partý í kvöld á sama stað og sunnudagsdanspartýið var á (nema nú er fólkið sem býr þar að halda partýið) og svo er SuperBowl á sunnudaginn. Erum boðin til vinar hans Nonna sem er amerískari en allt sem amerískt er. Ofsa fínn strákur en hálfgerður fratbrother í sér og það á að kaupa kassa af Miller og fullt af mat og horfa á SuperBowl. Þetta verður amerískur pakki from hell...

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á síðunni að veita skammarverðlaun fyrir að vera lélegur að blogga. Ég mun birta hlekki á hvert blogg þangað til viðkomandi hefur séð að sér. Skammarverðlaun dagsins fá:
Hjúkkan
Barbiegirls
Cowgirls

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home