mánudagur, janúar 27, 2003

Annars er ég að hugsa um að skrifa lesendabréf í Moggann og kvarta yfir gæðum slúðursins. Eða réttara sagt ekki gæðum. Um daginn var heilsíða sem fjallaði um "hjónaskilnað" Britney og Justin og í gær var talað um að Julianne More væri tilnefnd til Óskarsverðlauna og ég fékk algjört sjokk og hélt að það væri búið að tilkynna tilnefningarnar og allt en svo er það náttúrulega bara rugl. Og... þeir eru ekki enn búnir að segja frá því að Jen braut á sér tána um daginn og það eru næstum tvær vikur síðan! Halló!!!

Og þetta eru bara nýleg dæmi sem ég man eftir í fljótu bragði, gæti nefnt helling annað (Tom og Pen hætt saman, Russ og Nic að deita o.s.frv. (þau eru bara góðir vinir)). Ég meina, ef blöð ætla að láta taka sig alvarlega þýðir ekkert að vera með svona sorp blaðamennsku.
Hvað finnst ykkur? Á ég að skrifa?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home