mánudagur, febrúar 24, 2003

Á laugardaginn fórum við á Þorrablót Íslendingafélagsins í Atlanta og hökkuðum í okkur slátur, hrútspungu og annað góðgæti. Gestur sparaði reyndar mest af plássinu hjá sér fyrir hákarlinn og brennivínið. Það var náttúrulega tær snilld að komast í íslenska þorramatinn og verð ég nú bara að segja að hann verður betri eftir því sem maður verður eldri, allavegana kom ég öllu niður núna án þessa þurfa svo mikið að gretta mig einu sinni. Plötusnúður kvöldsins var fimmtudag kerling með Billy Idol klippingu og blandaði hún saman á skemmtilegan hátt gömlum íslenskum smellum og nýjum amerískum smellum. Vakti hún mikla lukku og var dansað af krafti. Við Brynja náðum reyndar ekki að prófa nýju salsa taktana en það verður bara að bíða betri tíma. Eini gallinn við kvöldið var sá að það gleymdist að láta okkur vita að fólk átti að koma með eigið vín og við vorum því frekar illa sett í þeim efnum.

Þessi vika er undirlögð í prófum og því er það bara harkan sex þessa dagana. Við Brynja erum bæði að fara í próf í alþjóðahagfræði á morgun og er náttúrulega mikil samkeppni á milli okkar. Á miðvikudaginn fer ég svo í sérlega skemmtilegt próf í skuldabréfum þar sem námsefnið er ca. 300 blaðsíður af handskrifuðu efni frá kennaranum.

Næsta helgi fer svo í fyllerí og fótboltaáhorf og svo verður haldið til New Orleans á mánudaginn til að taka þátt í Marde Gra hátíðinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home