föstudagur, mars 07, 2003

Ok ok, ferðasagan er á leiðinni. Nonni fékk það hlutverk að setja hana inn. En á meðan vill síðan að óska öllum þeim sem eru búin að eiga afmæli síðustu vikuna til hamingju með daginn. Hjördís og Pagol, Brynní (25, enn er tekið á móti hamingjuóskum og gjöfum) og Annie, Hulda Clara og Helga og að lokum... Durbal.

Finnst eins og ég sé jafnvel að gleyma einhverjum mikilvægum í þessari upptalningu... bæti því þá við síðar.

Annars er veðrið aftur orðið gott hér í borg geðklofa veðurs þannig að plön okkar um að læra í dag hafa verið sett til hliðar og í staðinn höfum við fengið lánað barn til að fara með í Piedmont Park. Lena ætlar að koma hingað og fá grjónagraut í hádeginu og svo þarf hún eitthvað að útrétta og var fegin að geta lánað út HC á meðan ;)

Ein hugleiðing. Ef einhver gleymir því að hann á afmæli þar til svona þrjú á afmælisdaginn, er þá í lagi fyrir maka viðkomandi að hafa gleymt því líka?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home