Jess, grilltíminn byrjaður. Við vorum boðin í þetta líka frábæra grill hjá Gesti og Lenu í fyrradag. Held ég sé bara ennþá södd. Gestur grillaði af sinni alkunnu snilld og svo voru bakaðar kartöflur og alles. Mmmmm...
Annars er nóg að gera um helgina. Aldrei þessu vant er okkur boðið í partý og ekki bara eitt heldur tvö. Í kvöld er QCF (prógrammið hans Nonna) partý heima hjá einum strák og annað kvöld er afmælispartý hjá Adilku vinkonu minni (þessari sem heldur danspartýin). Aldrei að vita nema maður skelli upp eins og einu grilli líka.
Við vorum líka að frétta að sundlaugin á þakinu ætti að vera tilbúin um miðjan júlí þannig að fólk getur farið að skipuleggja heimsóknir til okkar eftir það. Við verðum reyndar ekki hér fyrr en í lok ágúst en Sean, leigjandinn okkar, ætti ekkert að kippa sér upp við nokkra Íslendinga að crasha á stofugólfinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home