laugardagur, apríl 12, 2003

Rosalega er ég annars fúl yfir að hafa misst af Scooter í höllinni í gær. Hyper Hyper... Þetta er nú meira sveitaliðið þarna á FM957.

Hvað finnst fólki annars um ensku útgáfuna af Eurovision laginu okkar? Ég verð nú bara að segja að m.v. Eurovision lag finnst mér þetta í skársta lagi. Finnst samt að Birgitta þurfi aðeins að vinna í hreimnum hjá sér. Hún er verri en Halldór Ásgrímsson. Maður skyldi ætla að hægt væri að kenna fólki að syngja hreimlaust eins og eitt lag.

Jæja, best að halda áfram að læra svo ég komist einhvern tíman út í sólina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home