mánudagur, apríl 28, 2003

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir fórum við ekkert með tölvuna í viðgerð. Kom í ljós að viðgerðin gæti tekið allt að 12 daga og þar sem við erum að fara heim eftir viku ákváðum við að bíða bara með það þangað til við komum aftur út.

Fór í eitt próf í morgun og gekk bara vel. Þurfti samt aðeins að chilla áður en ég gat farið að læra fyrir næstu próf (tvö á fim og eitt á fös) svo við fórum með hádegismatinn upp á þak og lágum í sólbaði í klukkutíma. Nonni er notar Homeblest aðferðina og liggur bara á bakinu en ég geri þetta allt mjög vísindalega og stefni að því að verða fallega gullinbrún... báðum megin (eða er það báðu megin?). Og nú nenni ég ekki að sitja inni og lesa... well well, fjórir dagar í viðbót og svo er þetta búið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home