Brynja 1:01

Maraþonhlaup Glitnis fór fram um síðustu helgi. Við hjónakornin tókum að sjálfsögðu þátt. Nonni hljóp hálft á 1:37 og frúin 10 km á 1:01. Nonni er náttúrulega með frábæran tíma og minn er það í rauninni líka ef litið er til þess að ég er ekki í neinu formi. Stefnan tekin á smá þjálfun næsta sumar og massa þá 10 kílómetrana.
Ég er annars með mjög mikilvægt verkefni fyrir vinnuna sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég get leyst. Málið er að ég þarf að finna "mitt lag" með smá sögu um af hverju það er lagið mitt fyrir stefnumótunarferð sem við erum að fara í í vikunni. Stundum vildi ég að ég væri meiri prinsipp manneskja og staðfastari en ég er því ég snýst bara í hringi kringum sjálfa mig. Ég á svo mörg "mín lög" frá ólíkum tímabilum í lífi mínu að ég get ekki valið úr. Nonni vill meina að Hit me baby one more time með Britney hljóti að vera lagið mitt en ég get ekki valið það með góðri samvisku. Nú koma þessi lög helst til greina:
Numb með U2 (stórkostlega vanmetið)
Teardrop eða Angels með Massive Attack
Why does my heart feel so bad? með Moby
Get low með Lil'John
Loose yourself með Eminem
Like a virgin með Madonnu
Hey Ya með Outkast
Heill hellingur af of væmnum lögum til að nefna hér
Í ofanálag get ég ekki ákveðið hvort ég eigi að vera heiðarleg og skrifa sanna sögu eða bulla eitthvað. Getur einhver hjálpað?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home