miðvikudagur, júní 28, 2006

Blaðamennska

X er fyndnasta kona landins. Y er smiður. Þau opinberuðu ást sína fyrir þjóðinni á Grímunni, uppskeruhátíð leikhúsfólks, í Borgarleikhúsinu um helgina. Ástin skein úr augum þeirra en þau hafa verið vinir lengi.
X segir að Z, leikari og einn af hennar nánustu vinum, sé himinlifandi yfir nýja kærastanum. Þeir eru báðir smiðir.
"Z segir að það henti mér betur að vera með alvöru karlmanni en ekki viðkvæmum listamanni," segir X og hlær, ástfangin upp fyrir haus.
X og Y, eins og hann er kallaður, hafa þekkst lengi og alltaf verið góðir vinir. Svo leiddi eitt af öðru og á Grímunni skein ástin úr andlitum þeirra. Séð og heyrt óskar þeim innilega til hamingju með að hafa fundið ástina!

Ég verð að dást að því hvað blaðamönnum S&H tekst stundum að skrifa langan texta um ekki neitt. Sýnist galdurinn vera sá að endurtaka sig nokkrum sinnum og passa að taka nákvæmlega ALLT fram sem vitað er um málið. Bendi líka á kommunotkunina í greininni sem er alveg til fyrirmyndar, eða þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home