Velkomin í heiminn lil'H
Hún Hrafnhildur litla fæddist á sjálfan Valentínusardaginn. Við óskum mömmu hennar og pabba innilega til hamingju.
Annars er allt gott að frétta úr Mábbaranum. Tvær helgar af Total Fabulousness eru framundan. Næstu helgi mun yours truly eyða í faðmi eiginmannsins í Nefjorkurborg. Þar er búið að plana ýmislegt skemmtilegt til að bæta upp fyrir ákveðinn milestone sem kellingin er að ná næsta laugardag.
Þarnæstu helgi mun svo eini meðlimur Sniglavinafélagsins skella sér á skíði til Tysel í Noregi með vinnufélögum eiginmannsins. Ef ég þekki þann hóp rétt verður gaman.
Annars datt mér í hug að skella hér inn mynd af hinum nepalska Justin Timberlake sem við hittum á diskóteki í Katmandu. Það jafnast ekkert á við skemmtilegar myndir.

Over and out.
2 Comments:
Geggjuð mynd!
Skemmtið ykkur vel í New York (og ekki gleyma The Modern og fáið ykkur rósablaða kokteilinn).
Knús,
Anna Þorbie
Better late than never...til hamingju með daginn.
Bryn
Skrifa ummæli
<< Home