Bátsferð niður Ganges fljót
Nú erum við þremenningarnir lent í borginni Varanasi sem er ein helgast borg Hindúa. Hér flokkast þeir milljónum saman á hverjum ári til að boða sig í hinni heilögu á Ganges. Með þessu fá þeir náttúrulega aflausn allra sinna synda og sleppa jafnvel við að endurfæðast (komast beint í Nirvana). Við vitum hins vegar ekki hvort margir vita að 12 skólplagnir liggja út í ánna á því svæði sem fólkið baðar sig í og hún er það menguð að ekkert líf þríftst í henni. En hvað gerir maður ekki fyrir Nirvana. Það versta við þessa helgu borg er hins vegar það að áfengi er bannaður og við þurfum því að taka okkur frí frá dagdrykkjunni í 2 daga. Ég sem var rétt að komast í form.
Ferðalagið til Varanasi var ekki af verri endanum, því að hluti leiðarinnar var farinn á fljótabátum og tók sú ferð tæpa tvo daga. Bátarnir voru eiginlega bara fljótandi rúm, því þeir voru bara innréttaðir með helling af dýnum og ekkert hægt að gera nema liggja þar allan daginn. Okkur gafst því gott tækifæri til að vinna í brunkunni og vinna upp svefn. Einnig spiluðum við Kana og tókst mér að tapa þremur bjórum í því ævintýri. Við vorum á 3 bátum, fjórir í hverjum bát og svo var einn matarbátur að auki. Matarbáturinn lagði upp að bátnum hjá okkur á ca. 2 klst. fresti og um borð var þessi þvílíki snilldarkokkur. Réttirnir voru allir einfaldir grænmetisréttir og yfirleitt bara 1 gerð af grænmeti í hverjum rétt. Kokkurinn var hins vegar klár á kriddinu og voru þessir réttir því með þeim bestu sem við höfum fengið hér á Indlandi og þá er mikið sagt.
Framundan er keyrsla upp að Nepölsku landmærunum, sem tekur um 9 klst. Þar verður byrjað í göngutúr um þjóðgarð sem heitir Chitwan og Rósa kemst í langþráð fílasafarí.
1 Comments:
Við fylgjumst spennt með þessu skemmtilega ferðalagi. Bestu morgnarnir eru þegar við heyrum sms-hljóð gegnum svefninn um hálf fimm leytið. Þá vitum við að Brynja og Nonni eru komin á fætur og eru að jafna sig eftir morgunverðinn.
Baldur og Eva
Skrifa ummæli
<< Home