þriðjudagur, október 04, 2005

Magnað brúðkaup



Ég er lengi búin að vera á leiðinni að setja hérna inn mynd af snilldarhjónunum Jordan og Peter Andre. Það er held ég óhætt að segja að þetta lið taki ósmekklegheit upp á nýtt stig. Þetta svínvirkar samt. Ég er a.m.k. búin að kaupa bæði OK blöðin sem fjölluðu um brúðkaupið. Komplett með myndaseríu (þessi er nú bara frekar pen) og hjartnæmum viðtölum við brúðhjónin. Þar tala þau m.a. um að hann hafi endilega viljað að hún hryndi í það kvöldið fyrir brúðaupið (þau eignuðust barn fyrir ca. tveimur mánuðum) og svo getur hann ekki hætt að tala um hvað brúðkaupið var dýrt. Já, hvað myndum við hin gera okkur til skemmtunar ef ekki væru Jordan og Peter.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var ég búin að segja þér frá trikkinu hans Peters með gospillurnar?

Auðvitað, það var spurning í gæsaveislunni þinni, hehehe.

7:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alveg dásamlega takkí

Lára

4:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Miss you girl.

2:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home