fimmtudagur, maí 26, 2005

Í ökkla eða eyra

Úff... ég er ennþá á skýi eftir Hnúksferðina góðu. Við vorum greinilega á ferðinni á góðum degi. Alltaf að heyra af fólki sem komst ekki einu sinni upp og við gengum upp í 30 stiga hita og sól!

The hubby búinn að vera í London frá því á mánudag. Skildi mig eina eftir í kotinu með ónýtt klósett... bad husband! Það sem byrjaði sem smá sírennsli í klósettinu endaði semsagt með ónýtu klósetti eftir að húsbóndinn réðist í viðgerðir. Og það er ekki eins og minni finnist skemmtilegast í heimi að kaupa klósett... ónei. Ég væri alveg til í að borga einhverjum góðan pening fyrir það að sjá bara um þetta fyrir mig. Ég skrifa bara ávísun og svo verður komið klósett (flott, ekkert plebbaklósett á þetta heimili takk!) þegar ég kem heim úr vinnunni.

Annars er gaman að segja frá því að við ákváðum að kaupa gasgrill á Eurovisiondaginn. Get sagt ykkur að það er líklega versti dagur ársins til að kaupa grill. Allt uppselt sem við vildum en okkur var sagt að það væru til 4 stykki í tölvunni í Húsasmiðjunni í Grafarholti. Við þangað og guð minn góður þvílík mistök! Það var "opnunarhátíð" hjá þeim og milljón manns með krakkaskarann í sunnudagsbíltúr að éta ókeypis pylsur og hlusta á Felix Bergsson. Ekki laust við að manni verði hugsað til skilgreiningar Bo Halldórs á "Bolum". Eftir að hafa leitað að stæði í hálftíma (maður komst hvort sem er ekki aftur út af stæðinu svo við gátum alveg eins lagt) og hálftíma geðbilun inni í búðinni flúðum við á braut. Þetta fór þó allt vel að lokum og lítið og nett grill með emaleraðri (það er skylda) grind fannst í BYKO.

Svo að lokum þá set ég hérna inn eina mynd sem tekin var af okkur hjónunum á Mardi Gras í New Orleans fyrir tveimur árum.

Knús,
B

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home