Jag är levande
Er ekki komin ástæða til að tilkynna að ég er á lífi líka. Ég er m.a.s. orðin nettengd heima (það er nú saga að segja frá því!) þannig að nú má eiga von á skemmtilegheitum úr Mávahlíðinni.
Þetta finnst mér fyndið.
Annars er mín nýkomin af námskeiði í Boston þar sem Ming nokkur leiddi mig í allan sannleika um Tibco Business Work. Ég notaði svo kvöldin og helgina í saumaklúbba, hvítvínsdrykkju á Butcher Shop, gourmet fest á Addis Red Sea og Bombay Café og að sjálfsögðu verslun. Það hefði náttúrulega verið heimskulegt að nýta sér ekki að dollarinn er allt að því ókeypis þessa dagana. Mjög surreal að koma aftur til gömlu góðu Boston og fyrsta skipti sem það hvarflaði að mér að það væru jú einhverjir hlutir sem ég á eftir að sakna þaðan. Kannski fallega vorveðrið og góða hvítvínið á Butcher hafi átt einhvern þátt í því. Ég þorði heldur ekki að labba fram hjá 449 Beacon Street því ég vissi að ég myndi verða abbó út í núverandi íbúa. Helv... fíflin. Annars er ég svo sátt við Mávó að þau mega alveg eiga Beacon...
2 Comments:
Hmmm já, var að lesa þessa færslu og sá tvær óþolandi innsláttarvillur sem ég er nú búin að leiðrétta. Sérstaklega fer "allt af því..." í taugarnar á mér því að sumir gætu haldið að þetta hafi verið viljandi skrifað.
Réttritunarpostulinn ógurlegi
Gott að þú sért á lífi. Og þið. Og takk fyrir stórkostlega sendingu. You made my dag!
Ég ætla að senda mömmu bréf núna, hún á það skilið.
Knús,
Anna Þorbie.
Skrifa ummæli
<< Home