Fréttir
Það er búið að vera heldur lítið um færslur hérna undanfarið en það er ekki þar með sagt að það sé ekkert að frétta. Frúin er byrjuð að vinna hjá Símanum og fílar sig bara vel. Nonni búinn að vera með annan fótinn í lyftu í Lon en ég sé fram á að fá að hafa hann a.m.k. alla næstu viku. Svo erum við bara að skipuleggja flutninga í nýju íbúðina sem við fáum afhenta 15. mars. Í millitíðinni er svo planið að skella sér saman til Lon og fara í skíðaferð norður... ef það verður einhver snjór.
Ég luma líka á nokkrum skemmtilegum blogg hugmyndum sem ég stefni að því að framkvæma á næstunni. Þið getði farið að hlakka til.
Ein spurning að lokum. Hverjum datt í hug að ætla að selja Geri Haliwell sem eitthvað sex-doll? Tékkið á nýjasta myndbandinu hennar ef þið eruð ekki búin að sjá það nú þegar. Alveg misheppnuð greyið.
3 Comments:
Neeei Brynja ekki segja þetta...Geri er æðislega sæt. Var alltaf langsvölust af Spice Girls þrátt fyrir að vera nokkuð feit þá. Hún verður með tónleika í glasgow í vor og nokkuð ljóst að minns verður fremst.
Kv.
Maggi
Hefurðu séð nýjasta myndbandið hennar? Ég er reyndar ekki að segja að hún sé ömurleg en hún er ekki neitt sex kitten eins og verið er að reyna að gera hana.
Svo er þetta líka alltaf spurning um hagstæðan/óhagstæðan samanburð þegar maður spáir í hver sé sætust í hóp.
Tékka á vídeó-inu, alveg viss um að Geri eigi eftir að standa sig vel í því.
Gratúlera með nýja djobbið
Maggi
Skrifa ummæli
<< Home