Nú verða sagðar fréttir
Lítið um færslur undanfarið en ekki þar með sagt að það sé ekkert að frétta. Anna og Freyr voru hér í átta daga í góðu yfirlæti en þar af vorum við þrjá daga í Nefjork með Önnu Þorbie, Paogol, Hreffí, Elínu og Sveini. Ekki leiðinlegt það... ónei.
Nú eru gestirnir farnir, jólin á morgun, Nonni búinn að klára vinnuna sína og við að setja okkur í pakk-gírinn. Ætlum að skutla búslóðinni til Eimskip á mánudagsmorgun og svo er það bara Ísland á þriðjudagskvöldið! Óþarfi að taka fram (en ég ætla samt að segja það) að við hjónin hlökkum mjög mikið til :)
Myndir af gestaganginum koma bara seinna en fyrir óþreyjufulla þá er Anna Hrefna búin að setja inn nokkrar myndir frá Nobu í Nefjork. Tjekk it out!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home