fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ég er brjáluð

Ameríkanar eru heimskari en ég hélt.

Tékkið annars á þessu.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flott Sellu-grein!

FANNEY

12:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið var ég hrifin af pistlinum á Sellunni. Held að meirihluti Ameríkana sé með mjög ólíka mynd en við af því hvað jafnréttismál séu. Ég hef reyndar haft það á tilfinningunni að hér í landi sé sá skilningur lagður í málin að konur hafi frelsi til að koma sér áfram í atvinnulífinu en þá verði þær líka að sleppa því að eiga börn og helst verða kvenkyns karlar. Vinkona mín ein, íslensk, var hér við störf á rannsóknarstofu fyrir síðustu kosningar. Hún er læknir að mennt og var samstarfsfólk hennar allt vel menntað fólk. Einn daginn var verið að ræða frambjóðendur og þá spurði konan, alin upp á tímum Vigdísar Finnbogadóttur, hvenær Ameríkanar ætluðu eiginlega að kjósa konu sem forseta. Samstarfsmaður hennar fór að skellihlægja, hélt hún væri að grínast. Þegar hann sá að henni var alvara þá sagði hann henni að honum hefði bara aldrei dottið sá möguleiki í hug!!
Burtséð frá þessu öllu, þá er ég líka í sjokki yfir úrslitum kosninganna og er byrjuð að sanka að mér kössum til að flytja heim.
Bið að heilsa,
úthverfaskutlan Ágústa

7:34 e.h.  
Blogger Brynja said...

Þakka hrósið. Já, ég er alveg búin að vera að pirra mig á þessum auglýsingum hérna og er alveg sammála um að Ameríkanar eru hreinlega með allt annan skilning á því hvað jafnréttismál eru.

Úrslit kosninganna eru bara ekki til að tala um!

10:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð greinin þín Brynja (loksins tekst mér að skrifa það). Skrítið hvernig úrslit kosninganna geta verið svona þvert á tilfinningu manns. Reyndar hef ég hitt eina, EINA, persónu sem kaus forsetann... Það er svona álíka og fjöldi þeirra sem ég hef hitt sem kusu forseta Íslands... En það er önnur saga.

Hlakka svo til á mánudaginn, er alveg með þvílíkann pakka tilbúinn, hann felur í sér Fenix at the Argyle, Koi, Fathers Office, jóga, pílates... Lestur, sólböð... Pedi... Mmmmmm

12:09 f.h.  
Blogger Brynja said...

Fathers Office, eru það hamborgarar dauðans (eða lífsins)? Mig langar líka að smakka japönsku ískúlurnar... oh, get ekki beðið. Líst svo ótrúlega vel á þetta að ég er að deyja. Kem líka með smá surprise handa þér.

11:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home