Washington DC
Núna er ég fluttur til Washington DC, eftir 6 mánaða dvöl í sólarfylkinu Florida. Ég bý á snotru hóteli sem heitir Sheraton FourPoints og er nokkur skref frá Bush og félögum í Hvíta Húsinu. Enn færri skref eru fyrir mig í vinnuna, í banka sem heitir Inter American Development
Bank (IADB). Banki þessi eru með u.þ.b. fjórum sinnum meiri eignir en KB Banki og lánar fyrst og fremst ríkjum og fyrirtækjum í Suður-Ameríku. Vinnustaðurinn er ansi frábrugðinn því sem ég átti að venjast á Florida, þar sem fólk var mjög afslappað og skiptist á að fara á Dunkin Donuts til að kaupa sér kleinuhringi. Fólkið í IADB er að miklu leyti frá Suður-Ameríku, en einnig er mikið um Evrópubúa og Kana. Þá eru allir mun heilsusamlegri og frísklegri útlits og má taka það fram að í 5 manna hópi sem vinnur með mér hafa 3 hlaupið maraþon, þ.e.a.s. allir karlarnir. Konurnar eru hins vegar litlar og snotrar, önnur frá Venezúela en hin frá Thailandi, en ættuð frá Indlandi. Húsnæði bankans er sennilega 4-5 sinnum stærra en ráðhúsið í Reykjavík og allt hið glæsilegasta. Öryggið í bankanum er einnig með besta móti, en til þess að komast inn þarf ég að láta skanna einkenniskort sem ég fékk og einnig að setja þumalinn á fingrafaralesara.
Aðal breytingin frá dvölinni í Florida er reyndar sú að nú mun einungis vera 3 daga vikunnar í burtu en verð hina 2 hjá ástinni minni í Boston. Verst bara að ég þarf að berjast við hana Brynju um að fá að sitja í henni.
1 Comments:
And you will loose baby...
Skrifa ummæli
<< Home