mánudagur, október 18, 2004

New Hampshire

Við fórum í haustlitaferð til New Hampshire um helgina. Við gistum á hinu sögufræga Mount Washington Resort í Bretton Woods á litlu og mjög sætu gistiheimili. Hótelið glæsilegasta hótelið á þessu svæði. Það var sumarleyfisstaður ríka fólksins fyrr á öldinni og ber þess glöggt merki. Þeir sem eru vel að sér í hagfræði kannast svo kannskið við Bretton Woods samkomulagið...

Við áttum þarna tvo frábæra daga með gönguferðum, kampavínsdrykkju, eplatínslu, góðum mat og afslöppun með fallegasta haust-útsýni sem hægt er að hugsa sér. Myndir hér til hliðar.

Helgin endaði svo fyrir mig á saumaklúbb hjá Völu. Alltaf gaman að fá gott að borða og catcha up á slúðrinu.

1 Comments:

Blogger Brynja said...

Já, maður hefur ekki séð haust fyrr en hér í Nýja Englandi. Sá reyndar gott haust í Pennsylvania hér um árið ;)

8:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home