Montréal
Við skelltum okkur til Montréal um síðustu helgi eins og frægt er orðið. Brunuðum þennan fimm og hálfa tíma á föstudagskvöldið og gistum í svítu á Four Points by Sheraton í Downtown Montréal (eða Centre-Ville eins og heimafólk segir). Nonni er nefnilega kominn með platínustatus á Sheraton hótelum, eftir að hafa búið á einu slíku síðan í apríl, þannig að hann fær alltaf besta herbergi sem völ er á. Ber kannski að nefna það að Four Points er helv... sjabbí hótel þannig að "svítan" var nú enginn ofsi. Bara auka herbergi og baðsloppur.
Stína og Tommi stóðu sig þvílíkt vel og bentu okkur á alla skemmtilegustu staðina. Þau hittu okkur líka í brunch, fóru með okkur á geggjaðan djass-stað og í bíltúr um skemmtilegustu hverfin. Við náðum að skoða franska hverfið, miðbæinn, Westmount (fína, enska hverfið) og röltum upp á Mount Royal sem borgin er einmitt skírð eftir. Semsagt, rosalega góð ferð!

Stuðpíurnar Dagga Ding Dong og Fjóla koma í kvöld og verða fram á sunnudag. Verður örugglega mikið fjör í kringum það.
Æ vá! Er að lesa þetta hjá mér og ég á greinilega ekki að vera að skrifa í miðri lærutörn. Verð greinilega alveg súr manneskja! Bis Später... Brynz
1 Comments:
þið hafið ábyggilega séð alla leið til usa í þessu veðri. vermont er þarna í fjarska...fjarskafallegt líka.
Skrifa ummæli
<< Home