laugardagur, september 11, 2004

Seint skrifa sumir...

Ég biðst afsökunar á skrifleysinu undanfarna daga. Erum búin að vera í miklu stuði með Gesti, Lenu og gellunum undanfarna daga. En first things first...

Við þurftum semsagt að flýja fellibylninn Frances fimmtudaginn 2. september. Við áttum flug á föstudeginum frá Fort Lauderdale en á fimmtudagsmorgni var orðið ljóst að það yrði ekki flogið frá Flórída þann daginn. Eftir einn og hálfan tíma í símanum við ferðaskrifstofuna náðist að redda okkur flugi á fimmtudagskvöldinu frá Orlando til Atlanta og svo á föstudeginum til Boston. Við lögðum því af stað þessa þriggja tíma leið til Orlando snemma um morguninn og náðum sennilega að vera aðeins á undan aðalumferðinni því að okkur sóttist ferðin bara vel þar til síðustu 30 kílómetrana sem tók okkur þrjá tíma að keyra! Vorum mjög fegin að vera ekki að fara lengra en Orlando eins og flestir virtust vera að gera.


Eftir að hafa þegið gistingu hjá Gesti og Lenu flugum við heim og hittum þau svo aftur í Boston nokkrum klukkutímum seinna. Erum búin að eiga alveg frábæra daga með þeim og svo áttum við Lena og Eva nokkra góða daga hérna í vikunni þegar eiginmenrnir sneru aftur til vinnu. Ég er að setja inn myndir og ætla bara að láta þær tala sínu máli en mikið var gaman að hitta Huldu og Evu litlu. Ekki var heldur verra að frétta að Hulda var búin að hlakka mikið til að koma og var búin að syngja "Airplane, airplane, Nonni og Brynja" í marga daga fyrir komuna :) Það var ekki jafn gaman að láta foreldra þeirra rasskella okkur í kanakeppninni og við hlökkum til að launa þeim það í Atlanta um þakkargjörðarhátíðina.

Í öðrum fréttum þá er dagskráin að fyllast hjá okkur fram að jólum. Gestirnir streyma að og allt að verða fullbókað á Beacon Street... gaman, gaman!

Er að setja inn myndir af Flórídaferðinni, Kensingtongenginu og Húsmæðraorlofi. Ættu að birtast hér til hlíðar innan skamms.

Adios!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home