föstudagur, ágúst 13, 2004

The Goose Dance

Eins og fram hefur komið er ég oft skrefi á undan hinum almenna borgara hvað varðar ýmsa strauma og stefnur sem teljast cool. Nú er svo komið að ég ætla að deila með ykkur "The Goose Dance" en það er einmitt dans sem er alveg við það að komast á kortið sem heitasti dansinn í dag.

Í grundvallaratriðum felst undirbúningur í því að fá sér 1-2 glös af Viño Gingero og athuga að það sé nóg pláss á dansgólfinu. Best er að vera ein á því ef það er hægt.



Nú fyrst er byrjað á léttri sveiflu í smá stund, svona rétt til að hita upp (mynd 1). Þegar stemmningin er orðin vel heit eru teknir nokkrir hringir og höndunum klappað á meðan (mynd 2). Í lok hvers hrings eru hendurnar svo hristar vel niður með síðunum (mynd 3). Þessu spori er svo mixað við næsta spor sem felst í því að hafa svona axlarbreidd á milli fótanna, beygja sig aðeins í hnjánum og hrista svo hendurnar upp og niður með tilheyrandi mjaðmasveiflu (mynd 4). Að því loknu er hoppaður hringur og höndunum klappað og veifað samtímis (mynd 5) a la "put your hands in the air and wave'em till you just don't care". Síðasta sporið, og jafnframt það mest crucial, er svo að taka nokkrar höfuðsveiflur í hringi (hugsið ykkur 80's danssporið góða) með tilheyrandi stút á vörunum og lokuð augu (mynd 6).

Sporunum má svo mixa að vild hvers og eins. Ég geri ráð fyrir að lesendur þessarar síðu verði duglegir að breiða út þennan dans á skemmtistöðum Reykjavíkur. Ég get gulltryggt að þið verðið heitasta fólkið á dansgólfinu. Enjoy!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nokkuð ljóst að ég og mitt crew munum ekki láta okkar eftir liggja á dansgólfum öldurhúsa Reykjavíkur í kveld. Það verður magnað.

Annie Burgerfanny

6:02 f.h.  
Blogger Brynja said...

Treysti á þig og þitt crew að sýna Íslendingum hvernig á að fara að þessu.

2:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home