þriðjudagur, júlí 27, 2004

Don't you know I'm Loco?

Jahérna, enginn kommentar hérna á kerfinu þegar ég set inn mynd. Annar bloggari sem ég þekki (ég er samt ekki "bloggari", það er plebbalegt (ef út í það er farið er þessi "bloggari" sem ég þekki ekki heldur "bloggari" ef haldið er í þessa röksemdafærslu)) heldur því fram að komment aukist í hvert skipti sem mynd er sett inn en það er greinilega ekki að gerast í mínu tilfelli. Þarf kannski að vera texti með líka... hmmmm, prófa það næst.

Annars er svo mikið að gerast á "Fróni" (ég er lúði að þora ekki að vera með glötuð orðtiltæki hérna án gæsalappa (sem eru btw plebbalegar, sérstaklega þegar þær eru gerðar með puttunum. minnir mig alltaf á Ross úr Friends og ég skammast mín að segja frá því að ég nota þetta stundum sjálf (en alltaf með hlátur í huga)) því ég er svo hrædd um að fólk fatti ekki að ég er að grínast) að ég hef lítinn tíma til þess að skrifa á þessa síðu (náði einhver samhenginu í þessari setningu?). Ég held hins vegar áfram að "safna í sarpinn" (vísa til síðasta sviga) og mun koma sterk inn í næstu viku.

(Svigs ain't plebs)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha, ég er svo sammála þér... En best er að gera meðallanga færslu (eins og þessa hér) og skella inn einni mynd. Þá verður allt vitlaust.

You is goin' loco and I like it!

Love,

Annie Burgerfanny

7:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Yes yes, I am loco. And I like it a lot.

Your friend,
B. Clairemont

11:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home