Esther
Við Esther eyddum kvöldstund saman á miðvikudaginn. Þarna rættist draumur minn frá níu ára aldri að sjá hana og heyra og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Verst að Esther skólataskan mín, Esther pennaveskið og Esther stílabókin mín ásamt öllum Bravo plakötunum mínum (markmiðið var að það sæist ekki í vegginn) eru heima á Íslandi. Hún söng, rappaði (not her best moment), dansaði og tók í gítarinn eins og henni einni er lagið. Hjarta mitt bráðnaði svo endanlega þegar hún benti í áttina til mín, dró augað í pung og sagði "I'm crazy for you".
Crowdið á tónleikunum var almennt frekar trendy, myself included. Um 35% áhorfenda voru augljóslega hommar sem flestir voru dressaðir upp í glimmeri og fjöðrum til að sjá goðið. Einnig var talsverður slatti af fólki sem myndi kannski ekki teljast mjög trendí. Með poodle-hár og í gulrótargallabuxum með rassvösunum lengst uppi á baki, sem gerir rassinn alveg sérlega ólögulegan og siginn.
Á morgun er svo stefnan sett á stuðeyjuna Ísland. Þeim sem vilja hitta mig er vinsamlegast bent á að leita á Nasa, Smáralind, Gullsól eða Kaffi Viktor.
Sjáumst!
P.s. Verð að óska Melaniu Knauss til hamingju með sjálfsálitið:
"I've always been a very focused person. I always know what I want. I guess that's why, besides being smart, having confidence [you can say that again! innsk. ritstj.] and beauty, Donald fell in love with me."
En eins og allt siðmenntað fólk á að vita er hún að fara að giftast súkkulaðihunkinu honum Donald Trump. Hvað er líka málið með fýlusvipinn á gellunni á öllum myndum?!
4 Comments:
Ég veit alveg hvað er málið með fýlusvipinn... ég væri líka með fýlusvip ef ég þyrfti að sofa hjá The Donald. Hún getur samt huggað sig við það að hún pissar í gullklósett, bæði heima hjá sér og í einkaþotunni.
Sá heimili Donalds í "The Apprentice". Önnur eins ósmekklegheit hef ég aldrei séð á ævi minni! Af hverju ætli að forríkt fólk hafi alltaf svona lélegan smekk?
Hlakka til að sjá þig :-)
Lára
Bíddu þangað til þú sérð myndirnar af heimilinu þeirra í blöðunum sem ég er að koma með. Þetta fólk er alveg steikt... haha. Get ekki beðið eftir að hitta ykkur allar.
Hey, loksins virkar kerfið!
Mér finnst Melania vera veheðbjóður. Ógeðslegur kvenmaður.
Knús, frá Kali.
Skrifa ummæli
<< Home