sunnudagur, júní 27, 2004

Newport



Við fórum í rómantíska dagsferð til Newport í Rhode Island í dag. Bærinn er það sem Ameríkanar kalla "quaint" og má þýða sem gamaldags og myndrænn.

Þarna er hægt að gera sér ýmislegt til skemmtunar en við kusum að ganga hinn 3.5 mílna langa Klettagang (Cliff Walk) sem er afar fallegur göngustígur meðfram ströndinni. Leiðin liggur meðfram strandhliðum nokkurra glæsilegustu sumarhúsa í Norður-Ameríku. Þessi hús eru fyrrverandi sumarhús Vanderbilta og Rotschilda sem voru reist um síðustu aldamót en eru flest söfn í dag. Við skoðuðum líka eitt hús, Belcourt Castle, sem var einkennileg blanda af miðaldakastala og amerísks sumarhúss.

Eftir gönguna og safnið keyptum við okkur límonaði og heimatilbúna súkkulaðibitaköku af lítilli stelpu sem var að selja við gangstéttina. Eftir að hafa rápað um miðbæinn og höfnina settumst við að lokum niður á sætt kaffihús á bryggjunni og gæddum okkur á ostabakka og hvítvíni. Við erum mjög sátt (og pínulítið brunnin á öxlunum).

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð svo mikil krútt! Rómantíkin og ástin svífur yfir vötnum...

Knús,
LA-Tobba (nýja nafnið mitt, spread it around)

11:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nonni...hefurðu fitnað? Brynja sér greinilega vel um strákinn sinn :-)

Kv.

Maggi

8:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home