17. júní and a sexy lady
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Hér í Boston verða að sjálfsögðu mikil hátíðarhöld í tilefni dagsins. Þó ekki í dag heldur á laugardaginn þegar Íslendingafélagið mun grilla SS-pylsur og léttsveit Reykjanesbæjar mun sjá um að halda uppi stuðinu.
Annars var gærdagurinn ónýtur þar sem ég fékk vangefin hálsríg eftir púlið í leikfiminni. Ég fór út í apótek til að finna mér eitthvað við þessu. Kaninn klikkaði að sjálfsögðu ekki og bauð upp á heilan vegg af plástrum, pillum og drykkjum til að lina þjáningar mínar. Endaði með hitaplástra og leið eins og eldri dömu þegar ég skreið upp í rúm í gær með hálsinn allan vel plástraðan og gamlan trefil til að halda þessu öllu á sínum stað. N.b. það er 30 stiga hiti hérna þannig að ég var líka með viftuna á fullu við hliðina á rúminu. En mér líður betur í dag þannig að það var þess virði.
2 Comments:
Viftan er að bjarga lífi mínu þessa dagana.
Gerir þú þér grein fyrir því að það er mánuður upp á dag í dag? Ohhh, ég held svei mér þá að ég hlakki meira til heldur en þið.
Hvað er þetta annars með Íslendingafélög og SS pullur? Er ekki að ná þessu. Hvar er Nóa-kroppið, merkasta framleiðsluvara Íslands fyrr og síðar?
Love,
Annie Thorbie
P.s. hvenær í haust viltu fá mig í heimsókn? Við verðum að skipuleggja og fá Ellu gellu í lið með okkur...
Skrifa ummæli
<< Home